Atburðir eða reynsla sem Guð færir fólki til að sýna að eitthvað mikilvægt í verki hans hefur gerst eða mun brátt gjörast. Mörgum táknum hefur verið spáð fyrir síðari tíma vegna endurkomu frelsarans. Þessi merki gera trúföstu fólki kleift að þekkja áætlun Guðs, vera viðbúin og undirbúast.
Fjall það, er hús Drottins stendur á, mun grundvallað verða á fjallstindi, Jes 2:2–3 .
Drottinn reisir hermerki og safnar Ísrael, Jes 5:26 (2 Ne 15:26–30 ).
Sólin er myrk og tunglið ber eigi birtu sína, Jes 13:10 (Jóel 3:20 ; K&S 29:14 ).
Menn munu brjála boðorðunum og rjúfa sáttmálann eilífa, Jes 24:5 .
Nefítar munu tala lágri röddu upp úr jörðinni, Jes 29:4 (2 Ne 27 ).
Ísrael mun saman safnað með krafti, Jes 49:22–23 (1 Ne 21:22–23 ; 3 Ne 20–21 ).
Guð mun hefja ríki sem aldrei mun á grunn ganga, Dan 2:44 (K&S 65:2 ).
Stríð, draumar, og sýnir verða undanfari síðari komunnar, Jóel 2 .
Allar þjóðir munu safnast gegn Jerúsalem til orrustu, Sak 14:2 (Esek 38–39 ).
Dagurinn kemur, brennandi sem ofn, Mal 4:1 (3 Ne 25:1 ; K&S 133:64 ; JS — S 1:37 ).
Miklar hörmungar ganga yfir fyrir síðari komuna, Matt 24 (JS — M 1 ).
Páll lýsti fráhvarfi og háskatímum á síðustu dögum, 2 Tím 3–4 .
Tveir spámenn munu deyddir og rísa upp í Jerúsalem, Op 11 (K&S 77:15 ).
Fagnaðarerindið mun endurreist á síðustu dögum með englaþjónustu, Op 14:6–7 (K&S 13 ; 27 ; 110:11–16 ; 128:8–24 ).
Babýlon mun reist og hún falla, Op 17–18 .
Ísrael mun safnað með krafti, 1 Ne 21:13–26 (Jes 49:13–26 ; 3 Ne 20–21 ).
Ég gef yður tákn, svo að þér megið þekkja tímann, 3 Ne 21:1 .
Mormónsbók kemur fram með krafti Guðs, Morm 8 .
Lamanítar blómstra, K&S 49:24–25 .
Ranglátir fella rangláta, K&S 63:32–35 (Op 9 ).
Styrjöld hvolfist yfir allar þjóðir, K&S 87:2 .
Tákn, náttúruhamfarir, og englar ryðja brautina fyrir komu Drottins, K&S 88:86–94 .
Myrkur grúfir yfir jörðinni, K&S 112:23–24 .
Drottinn bauð hinum heilögu að undirbúast fyrir síðari komuna, K&S 133 .