Námshjálp
Rut


Rut

Í Gamla testamenti, Móabíti og tengdadóttir Naómís og Elímeleks, sem voru ísraelsk. Eftir lát eiginmanns síns giftist Rut ættingja Naómís, Bóasi. Sonur þeirra Óbeð varð forfaðir Davíðs og Krists. Sagan af Rut segir fagra sögu af því hvernig manneskja utan samfélags Ísraelsmanna er tekin inn í samfélag þeirra. Rut lét af fyrri trú sinni og fyrra líferni til að sameinast samfélagi trúarinnar í þjónustu við Guð Ísraels (Rut 1:16).

Rutarbók

Kapítuli 1 lýsir lífsháttum Elímeleks og fjölskyldu hans í Móab. Eftir lát eiginmannanna héldu Naómí og Rut til Betlehem. Kapítuli 2 segir frá því að Rut safnaði kornöxum á akri Bóasar. Kapítuli 3 segir frá því að Naómí ráðlagði Rut að fara að þreskigólfinu og hvílast við fætur Bóasar. Kapítuli 4 er frásagan af giftingu Rutar og Bóasar. Þau eignuðust son, Óbeð, en beinir afkomendur hans voru Davíð og Kristur.