Ríkidæmi eða allsnægtir. Drottinn ráðleggur hinum heilögu að sækjast ekki eftir auðæfum heimsins, nema með þeim ásetningi að gjöra gott. Hinir heilögu skulu leita fyrst ríkis Guðs, sem geymir auðlegð eilífðarinnar, á undan auðæfum heimsins, (Jakob 2:18–19 ).
Þótt auðurinn vaxi, þá gefið því engan gaum, Sálm 62:11 .
Auðæfi stoða ekki á degi reiðinnar, Okv 11:4 .
Sá sem treystir á auð sinn, hann fellur, Okv 11:28 .
Gott mannorð er dýrmætara en mikill auður, Okv 22:1 .
Hve torvelt verður þeim, sem auðinn hafa, að ganga inn í Guðs ríki, Mark 10:23 (Lúk 18:24–25 ).
Fégirndin er rót alls þess sem illt er, 1 Tím 6:10 .
Vei sé hinum ríku sem fyrirlíta hina snauðu og gjöra fjársjóði sína sér að guði, 2 Ne 9:30 .
Hinir réttlátu sóttust ekki eftir auðæfum en voru örlátir við alla, Al 1:30 .
Fólkið fylltist hroka vegna auðæfa, Al 4:6–8 .
Fólkinu varð skipt í stéttir eftir auði sínum, 3 Ne 6:12 .
Sækist ekki eftir ríkidæmi heldur eftir visku, K&S 6:7 (Al 39:14 ; K&S 11:7 ).
Drottins er að veita auðæfi jarðar, en verið á verði gegn ofurdrambi, K&S 38:39 .
Hversu oft hef ég hrópað til yðar með ríkidæmi eilífs lífs, K&S 43:25 .
Mitt er að útdeila auðæfum eilífðarinnar, K&S 67:2 (K&S 78:18 ).