Námshjálp
Forðabúr


Forðabúr

Staður þar sem biskup tekur við helguðum fórnum Síðari daga heilagra, varðveitir þær og miðlar fátækum. Stærð hvers forðabúrs fer eftir aðstæðum. Trúfastir meðal heilagra leggja biskupi til hæfileika, verkkunnáttu, efni og fjármuni til þess að annast þarfir hinna fátæku þegar sverfur að. Því getur forðabúrið haft að geyma skrá yfir fáanlega þjónustu, peninga, matvöru og annan varning. Biskupinn er ráðsmaður forðabúrsins og dreifir vöru og þjónustu í samræmi við þarfir og eins og andi Drottins leiðbeinir honum (K&S 42:29–36; 82:14–19).