Námshjálp
Himinn


Himinn

Orðið himinn hefur tvær grunnmerkingar í ritningunum. (1) Hann er staðurinn þar sem Guð dvelur og framtíðarheimili hinna heilögu (1 Mós 28:12; Sálm 11:4; Matt 6:9). (2) Hann er víðáttan umhverfis jörðina (1 Mós 1:1, 17; 2 Mós 24:10). Himinninn er greinilega ekki paradís, sem er bráðabirgðadvalarstaður trúfastra anda þeirra sem lifað hafa og dáið á þessari jörð. Jesús heimsótti paradís eftir dauða sinn á krossinum, en á þriðja degi greindi hann Maríu frá því að enn hefði hann ekki komið til föðurins (Lúk 23:39–44; Jóh 20:17; K&S 138:11–37).