Námshjálp
Nauvoo, Illinois (Bandar.)


Nauvoo, Illinois (Bandar.)

Borg stofnsett af Síðari daga heilögum 1839 í Illinoisfylki. Hún er staðsett við Missisippi-fljótið, um 320 kílómetrum ofar við ána en St. Louis.

Vegna ofsókna í Missourifylki fluttu hinir heilögu sig um 320 kílómetra í norðausturátt, yfir Missisippi-fljótið og inn í Illinois, þar sem þeir fundu hentugri aðstæður. Síðar keyptu hinir heilögu landssvæði nálægt Commerce, sem var óskipulögð borg. Í rauninni var um eyðilegar fenjar að ræða og fáeinar einfaldar byggingar. Hinir heilögu ræstu fram landið og komu upp heimilum. Joseph Smith flutti með fjölskyldu sína í lítið bjálkahús. Nafni borgarinnar var breitt úr Commerce í Nauvoo, hebreskt orð sem þýðir „fögur.“

Nokkrir kaflar Kenningar og sáttmála voru skráðir í Nauvoo (K&S 124–129; 132; 135). Hinum heilögu var boðið að byggja musteri í Nauvoo (K&S 124:26–27). Þeir byggðu musterið og skipulögðu stikur í Síon áður en þeir voru hraktir frá heimilum sínum árið 1846. Vegna þessara ofsókna hurfu hinir heilögu á brott af þessum slóðum og héldu í vestur.