Í táknrænni merkingu, Jesús Kristur og fagnaðarerindi hans, sem er sterk undirstaða og stuðningur (K&S 11:24 ; 33:12–13 ). Klettur getur einnig vísað til opinberunar sem er aðferð Guðs við að gjöra mönnum kunnugt fagnaðarerindi sitt (Matt 16:15–18 ).
Bjargið — fullkomin eru verk hans, 5 Mós 32:4 .
Drottinn er bjarg mitt; þar sem ég leita hælis, 2 Sam 22:2–3 .
Steinn losnaði, án þess að mannshönd kæmi við hann, Dan 2:34–35 .
Það var grundvallað á bjargi, Matt 7:25 (3 Ne 14:25 ).
Jesús Kristur var steinninn sem einskis var virtur, Post 4:10–11 .
Kletturinn var Kristur, 1 Kor 10:1–4 (2 Mós 17:6 ).
Sá sem byggir á bjargi tekur við sannleikanum, 2 Ne 28:28 .
Gyðingar munu hafna bjarginu [Kristi] sem þeir gætu byggt á, Jakob 4:15–17 .
Það er á bjargi lausnara okkar, sem við verðum að byggja undirstöðu okkar, He 5:12 .
Sá sem byggir á kenningu Krists byggir á bjargi hans og ferst ekki þegar flóðin koma, 3 Ne 11:39–40 (Matt 7:24–27 ; 3 Ne 18:12–13 ).
Vitur maður byggir hús sitt á bjargi, 3 Ne 14:24 .
Ef þér byggið á mínu bjargi, verður jörð og helja yður eigi yfirsterkari, K&S 6:34 .
Sá sem byggir á þessu bjargi mun aldrei falla, K&S 50:44 .