Námshjálp
Nói, patríarki í Biblíunni


Nói, patríarki í Biblíunni

Í Gamla testamenti, sonur Lameks og tíundi patríarkinn frá Adam (1 Mós 5:29–32). Hann vitnaði um Krist og boðaði spilltri kynslóð iðrun. Þegar þjóðin hafnaði boðskap hans, bauð Guð honum að smíða örk fyrir fjölskyldu sína og öll dýrin, þegar flóð kom yfir jörðina til þess að eyða hinum ranglátu (1 Mós 6:13–22; HDP Móse 8:16–30). Spámaðurinn Joseph Smith kenndi að Nói væri engillinn Gabríel og stæði næstur Adam í því að halda lyklum sáluhjálpar.