Námshjálp
Musterið í Kirtland, Ohio (USA)


Musterið í Kirtland, Ohio (USA)

Fyrsta musterið byggt af kirkjunni nú á tímum. Hinir heilögu byggðu það í Kirtland, eftir boði Drottins (K&S 94:3–9). Tilgangurinn var m. a. að hafa stað þar sem verðugir meðlimir kirkjunnar gætu öðlast andlegan kraft, vald og fræðslu (K&S 109–110). Það var vígt 27. mars 1836; vígslubænin var gefin spámanninum Joseph Smith með opinberun (K&S 109). Drottinn gaf nokkrar mikilvægar opinberanir og veitti á ný nauðsynlega prestdæmislykla í þessu musteri (K&S 110; 137). Það var ekki notað til fullra helgiathafna sem nú eru framkvæmdar í musterum.