Námshjálp
Lehí, faðir Nefís


Lehí, faðir Nefís

Í Mormónsbók, Hebreaspámaður sem leiddi fjölskyldu sína og fylgjendur frá Jerúsalem til fyrirheitins lands í Vesturheimi um 600 f.Kr. Lehí var fyrsti spámaðurinn meðal þjóðar sinnar í Mormónsbók.

Lehí flýði úr Jerúsalem að fyrirmælum Drottins (1 Ne 2:1–4). Hann var afkomandi Jósefs, sem seldur var til Egyptalands (1 Ne 5:14). Drottinn veitti honum sýn um lífsins tré (1 Ne 8:2–35). Lehí og synir hans smíðuðu skip og sigldu til Vesturheims (1 Ne 17–18). Hann og afkomendur hans koma sér fyrir í nýju landi (1 Ne 18:23–25). Fyrir dauða sinn blessaði Lehí syni sína og fræddi þá um Krist og hvernig Mormónsbók kæmi fram á síðari dögum (2 Ne 1:1–4:12).

Bók Lehís

Joseph Smith byrjaði á bók Lehís þegar hann var að þýða Mormónsbók. Hún var heimildaskrá sem Mormón hafði tekið saman af töflum Lehís. Þegar komnar voru 116 handritssíður, sem hann hafði þýtt úr þeirri bók, afhenti Joseph Martin Harris þær, en hann hafði um hríð þjónað Joseph sem ritari við þýðingu Mormónsbókar. Eftir það glötuðust blaðsíðurnar. Joseph þýddi ekki bók Lehís til að endurnýja tapaða handritið heldur þýddi þess í stað aðrar skyldar frásagnir af gulltöflunum (sjá formála að K&S 3; 10). Þessar aðrar frásagnir eru nú fyrstu sex bækur Mormónsbókar.