Námshjálp
Krossfesting


Krossfesting

Rómversk aftökuaðferð, algeng á tíma Nýja testamentis, þar sem manneskja var deydd með því að binda eða negla hana á höndum og fótum á kross. Venjulega var henni beitt við þræla og verstu glæpamenn. Oft fór húðstrýking eða barsmíð á undan krossfestingunni (Mark 15:15). Venjulega var sá sem kressfesta átti látinn bera sinn eigin kross að aftökustaðnum (Jóh 19:16–17). Föt hans féllu venjulega í hlut hermannanna sem framkvæmdu dóminn (Matt 27:35). Krossinn var grafinn í jörð þannig að fætur hins krossfesta voru aðeins eitt eða tvö fet ofar jörðu. Fylgst var með krossinum þar til hinn krossfesti var látinn, en það tók stundum allt að þrjá daga (Jóh 19:31–37).

Jesús Kristur var krossfestur vegna þess að hópur vantrúaðra báru á hann rangar sakir um uppreisnaráróður gegn keisaranum og guðlast vegna þess að hann sagðist vera sonur Guðs. Purpurakápu (Jóh 19:2) og þyrnikórónu og aðrar móðganir mátti Jesús þola (Matt 26:67; Mark 14:65).