Að láta helgiathafnir framkvæmdar með prestdæmisvaldi á jörðu taka gildi á himnum. Helgiathafnir eru innsiglaðar þegar þær hljóta samþykki heilags anda fyrirheitsins, sem er heilagur andi.
Hvað sem þú bindur á jörðu skal bundið vera á himnum, Matt 16:19 (Matt 18:18 ; K&S 124:93 ; 132:46 ).
Þér eruð merktir innsigli heilags anda, sem yður var fyrirheitið, Ef 1:13 .
Þeim er gefið vald til að innsigla, bæði á jörðu og himni, K&S 1:8 .
Þeir sem dvelja í himneskri dýrð eru innsiglaðir af heilögum anda fyrirheitsins, K&S 76:50–70 .
Elía felur Joseph Smith lykla innsiglunarvaldsins, K&S 110:13–16 .
Þetta er innsiglunar og bindingarvaldið, K&S 128:14 .
Hið áreiðanlega spádómsorð þýðir að menn eru innsiglaðir til eilífs lífs, K&S 131:5 .
Allir sáttmálar sem ekki eru innsiglaðir með heilögum anda fyrirheitsins taka enda við dauða manna, K&S 132:7 .
Hið mikla verk sem vinna þarf í musterunum felur í sér innsiglun barna til foreldra sinna, K&S 138:47–48 .