Námshjálp
Jesús Kristur


Jesús Kristur

Kristur (orð úr grísku) og Messías (orð úr hebresku) þýða „hinn smurði.“ Jesús Kristur er frumburður föðurins í andanum (Hebr 1:6; K&S 93:21). Hann er hinn eingetni föðurins í holdinu (Jóh 1:14; 3:16). Hann er Jehóva (K&S 110:3–4) og var forvígður í hina miklu köllun sína fyrir sköpun heimsins. Undir stjórn föðurins skapaði Jesús jörðina og allt sem á henni er (Jóh 1:3, 14; HDP Móse 1:31–33). Hann fæddist Maríu í Betlehem, lifði syndlausu lífi og gjörði fullkomna friðþægingu fyrir syndir alls mannkyns með því að úthella blóði sínu og gefa líf sitt á krossinum (Matt 2:1; 1 Ne 11:13–33; 3 Ne 27:13–16; K&S 76:40–42). Hann reis upp frá dauðum og tryggði þannig upprisu alls mannkyns er að því kæmi. Með friðþægingu Jesú og upprisu, geta þeir sem iðrast synda sinna og halda boðorð Guðs lifað að eilífu hjá Jesú og föðurnum (2 Ne 9:10–12; 21–22; K&S 76:50–53, 62).

Jesús Kristur er mestur allra sem fæðst hafa á þessari jörð. Líf hans er fullkomin fyrirmynd um hvernig allt mannkyn ætti að lifa. Allar bænir, blessanir og helgiathafnir prestdæmis skal gjöra í hans nafni. Hann er Drottinn drottnanna, konungur konunganna, skaparinn, frelsarinn, og Guð allrar jarðar.

Jesús Kristur mun koma aftur með krafti og dýrð til þess að ríkja á jörðu í þúsund ár. Á lokadegi mun hann dæma allt mannkyn (Al 11:40–41; JS — M 1).

Samantekt á lífi hans (í atburðaröð)

Að taka á okkur nafn Jesú Krists

Birting Krists eftir jarðlífið

Dómari

Dýrð Jesú Krists

Fordæmi Jesú Krists

Höfuð kirkjunnar

Spádómar um fæðingu og dauða Jesú Krists

Tákn eða merki um Krist

Tilvist Krists í fortilverunni

Vald

Vitnisburðir fluttir um Jesú Krist

Þúsund ára ríki Krists