Námshjálp
Rómverjabréfið


Rómverjabréfið

Í Nýja testamenti, bréf sem Páll reit hinum heilögu í Rómaborg. Hann hafði í huga að sækja Jerúsalem heim, en það hlaut að verða hættuspil. Ef hann slyppi lifandi vonaðist hann til að geta að því loknu heimsótt Rómaborg. Að hluta til var tilgangur bréfsins að búa söfnuðinn þar undir komu hans. Einnig má líta svo á að bréfið feli í sér yfirlýsingar um ákveðnar kenningar sem umdeildar höfðu verið en sem Páll leit nú á sem sannreyndar.

Kapítuli 1 geymir kveðjur Páls til Rómverja. Kapítular 2–11 hafa að geyma nokkrar yfirlýsingar varðandi kenningu um trú, verk og náð. Kapítular 12–16 geyma hagnýta fræðslu um kærleik, skyldur og heilagleika.

Prenta