Námshjálp
Jóel


Jóel

Spámaður í Júdeu í Gamla testamenti. Ekki er vitað nákvæmlega hvenær hann var uppi — líklega þó einhvern tíma milli stjórnartíðar Jósía, fyrir 850 f.Kr., og fram að endurkomu Júdaættkvíslar úr útlegðinni í Babýlon.

Bók Jóels

Þungamiðja bókarinnar er spádómur Jóels eftir að Júdeu hrjáðu miklir þurrkar og engisprettuplága (Jóel 1:4–20). Jóel fullvissaði þjóðina um að með iðrun myndi hún aftur njóta blessana Drottins (Jóel 2:12–14).

Fyrsti kapítuli boðar til hátíðlegrar samkomu í húsi Drottins. Annar kapítuli segir frá styrjöld og eyðingu sem undanfara þúsundáraríkisins. Í þriðja kapítula greinir frá síðari dögum og endurtekið að allar þjóðir eigi í styrjöld en að lokum muni Drottinn dvelja í Síon.

Pétur vitnaði í spádóm Jóels um að heilagur andi úthellist á hvítasunnu (Jóel 3:1–5; Post 2:16–21). Engillinn Moróní vitnaði í sama vers er hann talaði við Joseph Smith (JS — S 1:41).