Námshjálp
Sáttmáli


Sáttmáli

Samningur milli Guðs og manna, en jafnræði er ekki með samningsaðilum. Guð leggur til grundvöll samningsins og menn samþykkja að gjöra það sem Guð býður þeim að gjöra. Að því tilskildu lofar Guð þeim sérstökum blessunum fyrir hlýðnina.

Reglur og helgiathafnir eru meðteknar með sáttmála. Meðlimir kirkjunnar sem gjöra slíka sáttmála lofa að hafa þá í heiðri. Meðlimir gjöra til dæmis sáttmála við Drottin við skírn og endurnýja þann sáttmála með því að taka sakramenti. Þeir gera frekari sáttmála í musterinu. Þjóð Drottins er sáttmálsþjóð og hlýtur mikla blessun er hún heldur sáttmála sína við Drottin.