Eins og orðið Þjóðirnar er notað í ritningunum hefur það mismunandi merkingar. Stundum táknar það þjóðir sem ekki eru afkomendur Gyðinga og stundum þjóðir sem ekki hafa fagnaðarerindið, jafnvel þótt einhver blóðblöndun sé við Ísrael. Venjulega er fremur um síðari merkinguna að ræða eins og orðið er notað í Mormónsbók og Kenningu og sáttmálum.
Ísraelítar eiga ekki að mægjast við þá sem ekki eru af Ísraelsætt (Þjóðirnar), 5 Mós 7:1–3 .
Ég mun gjöra þig að ljósi fyrir þjóðirnar, Jes 42:6 .
Pétri var boðið að færa Þjóðunum fagnaðarerindið, Post 10:9–48 .
Guð gaf einnig Þjóðunum afturhvarf til lífs, Post 11:18 .
Við erum skírðir í eina kirkju, hvort sem við erum af Gyðingum eða Þjóðunum, 1 Kor 12:13 .
Þjóðirnar eru meðerfingjar í Kristi með fagnaðarerindinu, Ef 3:6 .
Mormónsbók er skrifuð fyrir Þjóðirnar, titilsíða Mormónsbókar (Morm 3:17 ).
Maður meðal Þjóðanna hélt yfir vötnin mörgu, 1 Ne 13:12 .
Aðrar bækur bárust frá Þjóðunum, 1 Ne 13:39 .
Fylling fagnaðarerindisins mun berast Þjóðunum, 1 Ne 15:13 (3 Ne 16:7 ; K&S 20:9 ).
Þetta land verður land lýðfrelsis fyrir Þjóðirnar, 2 Ne 10:11 .
Þjóðirnar eru í líkingu villta olífutrésins, Jakob 5 .
Fagnaðarerindið kemur fram þegar tími Þjóðanna er kominn, K&S 45:28 (K&S 19:27 ).
Orðið berst til endimarka jarðar, fyrst til Þjóðanna og síðan til Gyðinganna, K&S 90:8–10 .
Hinir sjötíu skulu vera Þjóðunum sérstakt vitni, K&S 107:25 .
Sendið öldunga kirkju minnar til allra þjóða, fyrst til Þjóðanna, síðan til Gyðinganna, K&S 133:8 .