Námshjálp
Lot


Lot

Í Gamla testamenti, sonur Harans og bróðursonur Abrahams (1 Mós 11:27, 31; Abr 2:4). Haran dó í hungursneyðinni í landi Úr (Abr 2:1). Lot fór frá Úr með Abraham og Söru og ferðaðist með þeim til Kanaanlands (1 Mós 12:4–5). Lot kaus að búa í Sódómu. Drottinn sendi sendiboða að vara Lot við svo hann gæti flúið Sódómu áður en Drottinn eyddi henni vegna siðleysis íbúanna (1 Mós 13:8–13; 19:1, 13, 15); en kona Lots leit til baka á eyðilegginguna og varð að saltstólpa (1 Mós 19:26). Í Nýja testamentinu er minnst á Lot (Lúk 17:29; 2 Pét 2:6–7). Ævi Lots eftir að hann verður viðskila við Abraham er lýst í 1 Mós 13, 14, og 19.