Eins og um er fjallað í ritningunum er fjölskylda eiginmaður, eiginkona og börn og stundum aðrir ættingjar sem búa í sama húsnæði eða hjá sama fjölskyldufyrirliða. Fjölskylda getur einnig verið einstætt foreldri með börn, eiginmaður og eiginkona án barna, eða jafnvel einhleyp manneskja sem býr ein.
Af þér skulu allar ættkvíslir jarðarinnar blessun hljóta, 1 Mós 12:3 (1 Mós 28:14 ; Abr 2:11 ).
Ég mun vera Guð fyrir allar ættkvíslir Ísraels, Jer 31:1 .
Sú dýrð skal vera áframhald niðjanna að eilífu, K&S 132:19 .
Ég mun gefa honum kórónu eilífra lífa í hinum eilífu heimum, K&S 132:55 .
Innsiglun barna til foreldra sinna er hluti hins mikla verks fyllingar tímanna, K&S 138:48 .
Abraham skal bjóða börnum sínum, og þau skulu varðveita vegu Drottins, 1 Mós 18:17–19 .
Þú skalt kappkosta að kenna þessi orð börnum þínum, 5 Mós 6:7 (5 Mós 11:19 ).
Sá sem elskar son sinn agar hann, Okv 13:24 (Okv 23:13 ).
Fræð þú sveininn um veginn, sem hann á að halda, Okv 22:6 .
Njót þú lífsins með þeirri konu, sem þú elskar, Préd 9:9 .
Öll börn þín skulu frædd um Drottin, Jes 54:13 (3 Ne 22:13 ).
Alið þau upp með uppeldi Drottins, Ef 6:1–4 (Enos 1:1 ).
Ef einhver sér eigi fyrir sínum hefur hann afneitað trúnni, 1 Tím 5:8 .
Hann hvatti þá af heitri umhyggju ástríks foreldris, 1 Ne 8:37 .
Við tölum um Krist til þess að börn okkar megi vita til hvaða uppsprettu þau eiga að leita, 2 Ne 25:26 .
Eiginmenn og eiginkonur elska börn sín, Jakob 3:7 .
Kenn þeim að elska hvert annað og þjóna hvert öðru, Mósía 4:14–15 .
Þér skuluð verja fjölskyldur yðar, jafnvel með blóðsúthellingum, Al 43:47 .
Biðjið í fjölskyldum yðar, svo að eiginkonur yðar og börn megi blessuð verða, 3 Ne 18:21 .
Foreldrar eiga að kenna börnum sínum fagnaðarerindið, K&S 68:25 .
Sérhver maður er skuldbundinn að sjá fyrir fjölskyldu sinni, K&S 75:28 .
Öll börn eiga kröfu á foreldra sína, K&S 83:4 .
Alið börn yðar upp í ljósi og sannleika, K&S 93:40 .
Kom reglu á hús þitt, K&S 93:43–44, 50 .
Prestdæmishafar skulu beita áhrifum sínum einungis með fölskvalausri ást, K&S 121:41 .
Heiðra föður þinn og móður þína, 2 Mós 20:12 .
Hlýð þú, son minn, á áminning föður þíns, Okv 1:8 (Okv 13:1 ; 23:22 ).
Jesús var hlýðinn foreldrum sínum, Lúk 2:51 .
Jesús gjörði vilja föðurins, Jóh 6:38 (3 Ne 27:13 ).
Hlýðið foreldum yðar vegna Drottins, Ef 6:1 (Kól 3:20 ).
Ef börnin iðrast skal heilagri reiði þinni snúið frá, K&S 98:45–48 .
Staðfastar dætur Evu tilbáðu hinn sanna og lifanda Guð, K&S 138:38–39 .
Í Kenningu og sáttmálum er greint frá eilífu eðli hjúskapartengsla og fjölskyldunnar. Himneskt hjónaband og áframhald fjölskyldunnar gjöra eiginmönnum og eiginkonum mögulegt að verða guðir (K&S 132:15–20 ).