Námshjálp
Galatabréfið


Galatabréfið

Bók í Nýja testamentinu. Upphaflega var hún bréf sem Páll postuli ritaði hinum heilögu sem bjuggu í Galatíu. Þema þessa bréfs er að raunverulegt frelsi fáist aðeins með því að lifa fagnaðarerindi Jesú Krists. Ef hinir heilögu tækju upp kenningar kristinna af gyðinglegum uppruna, sem lögðu áherslu á að fara eftir Móselögmálinu, myndu þeir takmarka eða eyðileggja það frelsi sem þeir höfðu fundið í Kristi. Í bréfinu styður Páll postuladóm sinn rökum, útskýrði kenninguna um réttlæti fyrir trú, og staðfesti gildi andlegrar trúar.

Í kapítulum 1 og 2, harmar Páll fregnir af fráhvarfi meðal Galatamanna og skýrði stöðu sína meðal postulanna. Kapítular 3 og 4 ræða kenninguna um trú og verk. Kapítular 5 og 6 geyma prédikun um raunhæfan árangur af trúarkenningunni.