Námshjálp
Almenn samþykkt


Almenn samþykkt

Sú regla að meðlimir kirkjunnar styðji þá sem kallaðir eru til þjónustu í kirkjunni og staðfesti aðrar ákvarðanir í kirkjunni sem leita þarf stuðnings þeirra við, venjulega með því að rétta upp hægri hönd.

Jesús Kristur er höfuð kirkju sinnar. Með leiðsögn heilags anda leiðbeinir hann kirkjuleiðtogum í mikilvægum athöfnum og ákvörðunum. Samt sem áður hafa allir meðlimir kirkjunnar þann rétt og þau forréttindi að styðja eða styðja ekki athafnir og ákvarðanir leiðtoga sinna.