Námshjálp
Galílea


Galílea

Til forna og nú, nyrsta hérað Ísraels vestan Jórdan árinnar og Galíleuvatns. Galílea er um níutíu og sjö kílómetra löng og fjörutíu og átta kílómetra breið. Í fornöld voru þar sum bestu landssvæðin og líflegustu bæirnir í Ísrael. Mikilvægir vegir til Damaskus, Egyptalands og austurhluta Ísraels lágu um Galíleu. Gott loftslag og frjósamur jarðvegur gáfu ríkulega uppskeru olífa, hveitis, byggs og vínberja. Fiskveiðar í Galíleuvatni voru undirstaða mikils útflutnings og mikil auðsuppspretta. Frelsarinn dvaldi mikið í Galíleu.

Galíleuvatn

Galíleuvatn er í norðurhluta Ísraels. Það var einnig nefnt Kinneretvatn í Gamla testamentinu (eldri þýðing) og Genesaretvatn eða Tíberías í Nýja testamentinu. Jesús flutti nokkrar prédikanir þar (Matt 13:2). Vatnið er perulaga, 20 kílómetra langt og 12 kílómetra breitt þar sem það er breiðast. Það liggur 207 metrum undir sjávarmáli og er þar því oft mjög mikill lofthiti. Kalt loft streymir niður frá hæðunum og skil heita og kalda loftsins valda oft stormum á vatninu (Lúk 8:22–24).