Námshjálp
Öldungur


Öldungur

Orðið öldungur er notað með ýmsum hætti í Biblíunni. Í Gamla testamenti vísar það oft til eldri manna ættkvíslar, sem venjulega voru falin stjórnunarstörf (1 Mós 50:7; Jós 20:4; Rut 4:2; Matt 15:2). Aldur þeirra og reynsla gaf ráðgjöf þeirra gildi. Staða þeirra var ekki endilega prestdæmisköllun.

Einnig voru vígðir öldungar í Melkísedeksprestdæminu á tíma Gamla testamentis (2 Mós 24:9–11). Í Nýja testamenti eru öldungar nefndir sem prestdæmisembætti í kirkjunni (Jakbr 5:14–15). Meðal Nefíta voru einnig vígðir öldungar í prestdæminu (Al 4:7, 16; Moró 3:1). Á þessum ráðstöfunartíma voru Joseph Smith og Oliver Cowdery fyrstir vígðir öldungar (K&S 20:2–3).

Öldungur er nú heiti allra þeirra sem hafa Melkísedeksprestdæmið. Til dæmis eru karl-trúboðar ávarpaðir sem öldungar. Postular eru einnig öldungar og rétt er að kalla meðlimi tólfpostulasveitarinnar og sveitar hinna sjötíu þessu heiti (K&S 20:38; 1 Pét 5:1). Skyldur vígðra öldunga í kirkjunni nú á tímum hafa verið skilgreindar með opinberun (K&S 20:38–45; 42:44; 46:2; 107:12).