Vísvitandi þátttaka í hórdómi, saurlifnaði, kynlífi með sama kyni karla eða kvenna, sifjaspelli, eða nokkru öðru vanhelgu, ónáttúrlegu eða óhreinu kynlífsathæfi.
Fáum föður okkar vín að drekka og leggjumst með honum, 1 Mós 19:30–36 .
Rúben fór og lagðist með Bílu, hjákonu föður síns, 1 Mós 35:22 (1 Mós 49:4 ; 1 Kro 5:1 ).
Samkynhneigð hegðun og önnur afbrigðileg kynhegðun er viðurstyggð, 3 Mós 18:22–23 .
Ef karlmaður tekur konu með valdi og leggst með henni er syndin hans eins, 5 Mós 22:25–27 .
Hver sem horfir á konu í girndarhug, hefur þegar drýgt hór með henni í hjarta sínu, Matt 5:28 (3 Ne 12:28 ).
Saurlifnaður, losti, vond fýsn eru skurðgoðadýrkun, Kól 3:5 .
Á síðustu dögum mun menn skorta heilbrigðar tilfinningar, 2 Tím 3:1–3 .