Námshjálp
Baal


Baal

Karlkyns sólguð einkum tilbeðinn í Fönikíu (1 Kon 16:31), en einnig tilbeðinn á mismunandi hátt á ýmsum stöðum: Hjá Móabítum sem Baal Peór (4 Mós 25:1–3), í Síkem sem Sáttmála-Baal (Dóm 8:33; 9:4), í Ekron sem Baal Sebúb (2 Kon 1:2). Baal kann að vera hinn sami og Bel frá Babýlon og Seifur Grikkja. Orðið Baal lýsir sambandinu milli húsbónda og þræls hans. Venjulega var Baal táknaður sem naut. Astarte var gyðjan sem yfirleitt var tilbeðin við hlið Baals.

Baal var stundum tengt við annað nafn eða orð til að tákna samband við Baal, svo sem nafn á stað þar sem hann var tilbeðinn eða manneskju með eiginleika slíka sem Baal. Síðar þegar Baal tók að hafa mjög illa merkingu, kom orðið Boshet í þess stað í samsettu orðunum. Boshet táknar „smán.“