Námshjálp
Giftast


Giftast

Lögmætur sáttmáli eða samningur milli karls og konu er tengir þau saman sem hjón. Guð vígði hjónabandið (K&S 49:15).

Nýr og ævarandi hjónabandssáttmáli

Gifting framkvæmd undir lögmáli fagnaðarerindisins og prestdæmisins er fyrir jarðneskt líf og fyrir eilífðina. Verðugir karlar og konur þannig innsigluð í musterishjónabandi geta haldið áfram sem hjón í eilífðinni.

Trúblendihjónaband

Hjónaband karls og konu með mismunandi trú og trúarsiði.

Fjölkvæni

Hjónaband manns og tveggja eða fleiri lifandi eiginkvenna. Lögmætt er manni að eiga aðeins eina konu, nema Drottinn bjóði annað með opinberun (Jakob 2:27–30). Fyrir opinberun átti fjölkvæni sér stað á tíma Gamla testamentis og við upphaf hinnar endurreistu kirkju eftir fyrirmælum spámannsins sem hafði lykla prestdæmisins (K&S 132:34–40, 45). Það viðgengst ekki lengur í kirkjunni (OY 1); á okkar dögum er fjölkvæni ósamrýmanlegt aðild að Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu.