Námshjálp
Prédikarinn


Prédikarinn

Bók í Gamla testamenti sem hefur að geyma hugleiðingar um sum stærstu vandamál lífsins.

Höfundur bókarinnar, prédikarinn, ritar mikinn hluta bókarinnar frá sjónarhorni þeirra sem ekki skilja fagnaðarerindið. Hann ritar í samræmi við tilfinningu fólks í heiminum — þeirra „undir sólinni“ (Préd 1:9). Mikill hluti bókarinnar virðist neikvæður og bölsýnn (Préd 9:5, 10). Drottinn mundi ekki vilja að við skynjuðum lífið á þann hátt, heldur hefur prédikarinn séð hvernig óupplýstu fólki koma hlutirnir fyrir sjónir. Andlegustu hlutar bókarinnar eru kapítular 11 og 12, en þar kemst höfundurinn að þeirri niðurstöðu að hið eina sem hafi varanlegt gildi sé hlýðni við boðorð Guðs.

Prenta