Námshjálp
Gamla testamentið


Gamla testamentið

Rit fornra spámanna sem unnu verk sín undir áhrifum heilags anda og vitnuðu öldum saman um Jesú Krist og væntanlega þjónustu hans. Þar er einnig skráð saga Abrahams og afkomenda hans er upphefst með Abraham og sáttmála þeim eða testamenti er Drottinn gjörði við Abraham og afkomendur hans.

Fyrstu fimm bækur Gamla testamentis voru ritaðar af Móse. Þær eru Genesis, Exodus, Leviticus, Numeri og Devteronomium eða í sömu röð 1. til 5. Mósebók. Genesis, eða 1. Mósebók fjallar um uppruna jarðar, mannkyn, tungumál, kynstofna og upphaf Ísraelsættar.

Sagnabækurnar segja frá atburðum úr sögu Ísraels. Þær eru Jósúabók, Dómarabók, Rutarbók, 1. og 2. Samúelsbók, 1. og 2. Konungabók, 1. og 2. Kroníkubók, Esrabók, Nehemíabók og Esterarbók.

Ljóðrænu bækurnar hafa að geyma nokkuð af visku og bókmenntum spámannanna. Þær eru Jobsbók, Sálmarnir, Orðskviðirnir, Prédikarinn, Ljóðaljóðin og Harmaljóðin.

Spámennirnir vöruðu Ísrael við syndugu líferni og vitnuðu um blessanir þær sem hlýðni fylgja. Þeir spáðu fyrir um komu Krists, sem mundi friðþægja fyrir syndir þeirra sem iðrast, meðtaka helgiathafnir og lifa eftir fagnaðarerindinu. Spámannaritin eru Jesaja, Jeremía, Esekíel, Daníel, Hósea, Jóel, Amos, Óbadía, Jónas, Míka, Nahúm, Habakkuk, Sefanía, Haggaí, Sakaría og Malakí.

Flestar bækur Gamla testamentis voru ritaðar á hebresku. Skylt mál, arameíska, finnst í nokkrum ritanna.