Námshjálp
Moróní, sonur Mormóns


Moróní, sonur Mormóns

Síðastur spámanna Nefíta í Mormónsbók (um 421 e.Kr.). Rétt fyrir dauða Mormóns, afhenti hann syni sínum, Moróní, heimildaskrá sem kallast töflur Mormóns (OMorm 1:1). Moróní lauk samantekt taflna Mormóns. Hann bætti 8. og 9. kapítula við Bók Mormóns (Morm 8:1). Hann stytti Bók Eters og bætti henni við (Et 1:1–2) og einnig sinni eigin bók sem nefnist Bók Morónís (Moró 1). Moróní innsiglaði töflurnar og faldi þær í Kúmóra hæðinni (Morm 8:14; Moró 10:2). Árið 1823 var Moróní sendur sem upprisin vera til að afhjúpa Mormónsbók fyrir Joseph Smith (K&S 27:5; JS — S 1:30–42, 45). Hann leiðbeindi spámanninum unga á hverju ári frá 1823 til 1827 (JS — S 1:54) og afhenti honum að lokum töflurnar árið 1827 (JS — S 1:59). Eftir að hafa lokið þýðingunni afhenti Joseph Smith Moróní töflurnar aftur

Bók Morónís

Síðasta bókin í Mormónsbók. Hún var rituð af síðasta spámanni Nefíta, Moróní. Kapítular 1–3 segja frá endanlegri eyðingu Nefíta, veita upplýsingu um hvernig veita skal heilagan anda og prestdæmið. Kapítular 4–5 segja nákvæmlega hvernig veita skal sakramentið. Kapítuli 6 fjallar um starf kirkjunnar í hnotskurn. Kapítular 7–8 eru prédikanir um frumreglur fagnaðarerindisins, þar á meðal kennsla frá Mormón um trú, von og kærleika og hvernig greina má gott og illt (Moró 7) og útskýring Mormóns á að lítil börn séu lifandi í Kristi og þarfnist ekki skírnar (Moró 8). Kapítuli 9 lýsir fólskuverkum Nefítaþjóðarinnar. Kapítuli 10 er lokaboðskapur Morónís og bendir á aðferðina til þess að fá að vita sannleiksgildi Mormónsbókar (Moró 10:3–5).