Námshjálp
Nýr og ævarandi sáttmáli


Nýr og ævarandi sáttmáli

Fylling fagnaðarerindis Jesú Krists (K&S 66:2). Hann er nýr hverju sinni sem hann er opinberaður eftir tímabil fráhvarfs. Sáttmálinn er ævarandi í þeim skilningi að hann er sáttmáli Guðs og menn hafa notið hans á öllum ráðstöfunartímum fagnaðarerindisins þegar þeir hafa viljað taka við honum. Hinn nýi og ævarandi sáttmáli var opinberaður mönnum á jörðu á ný af Jesú Kristi fyrir tilstilli spámannsins Josephs Smith. Honum tilheyra trúarlegar helgiathafnir framkvæmdar með valdi prestdæmisins — svo sem skírn og musterishjónavígsla sem búa í haginn fyrir sáluhjálp manna, ódauðleika og eilíft líf. Þegar menn taka á móti fagnaðarerindinu og lofa að halda boðorð Guðs gerir Guð sáttmála við þá um að veita þeim blessanir hins nýja og ævarandi sáttmála.