Námshjálp
Guðspjöllin


Guðspjöllin

Þær fjórar frásagnir eða vitnisburðir um jarðlíf Jesú og atburði þá er gerðust á þjónustutíma hans, sem finna má í fyrstu fjórum bókum Nýja testamentis. Skráðir vitnisburðir um líf Krists ritaðir af Matteusi, Markúsi, Lúkasi og Jóhannesi. Bók þriðja Nefís í Mormónsbók er á margan hátt svipuð frásögn guðspjöllum Nýja testamentis.

Bækur Nýja testamentis voru upphaflega ritaðar á grísku. Gríska orðið fyrir gospel táknar „góðar fréttir.“ Góðu fréttirnar eru þær að Jesús Kristur hefur gert friðþægingu sem endurleysa mun allt mannkyn frá dauða og launar hverjum einstökum í samræmi við verk hans (Jóh 3:16; Róm 5:10–11; 2 Ne 9:26; Al 34:9; K&S 76:69).

Sjá einnig Samræmi guðspjallana í Viðaukanum.