Námshjálp
Alma, sonur Alma


Alma, sonur Alma

Í Mormónsbók, fyrsti yfirdómari og spámaður Nefítaþjóðar. Fram eftir aldri leitaðist hann við að tortíma kirkjunni (Mósía 27:8–10). En þá birtist honum engill og hann snerist til trúar á fagnaðarerindið (Mósía 27:8–24; Al 36:6–27). Síðar sagði hann af sér sem yfirdómari til þess að kenna þjóð sinni (Al 4:11–20).

Bók Alma

Afmörkuð bók í Mormónsbók, útdráttur af heimildaskrám Alma spámanns, sonar Alma og sonar hans Helamans. Atburðirnir sem lýst er í bókinni gerðust um það bil 91 til 52 fyrir Krist. Bókin er 63 kapítular. Kapítular 1–4 lýsa uppreisn fylgjenda Nehors og Amlikkí gegn Nefítum. Stríðin sem af uppreisninni leiddu urðu meðal þeirra verstu í sögu Nefíta til þess tíma. Kapítular 5–16 greina frá fyrstu trúboðsferðum Alma, hafa að geyma ræðu hans um góða hirðinn (Al 5) og prédikun hans með Amúlek í borginni Ammónía. Kapítular 17–27 segja frá sonum Mósía og þjónustu þeirra meðal Lamaníta. Kapítular 28–44 birta sumar mikilvægustu prédikanir Alma. Í kapítula 32 líkir Alma orðinu við sáðkorn; í kapítula 36 rifjar hann upp söguna af trúskiptum sínum fyrir son sinn Helaman. Í kapítulum 39–42 er ráðgjöf Alma til sonar hans, Kóríantons, sem hafði framið siðferðisbrot; þessi mikilvæga prédikun útskýrir réttlæti, miskunn, upprisu og friðþægingu. Kapítular 45–63 greina frá styrjöldum Nefíta á því tímabili og búferlaflutningum undir stjórn Hagots. Miklir leiðtogar svo sem herforinginn Moróní, Teankúm og Lehí áttu þátt í að vernda Nefítaþjóðina með hugrekki sínu og tímabærum athöfnum.