Námshjálp
Átrúnaður


Átrúnaður

Fullvissa um eitthvað eða einhvern. Eins og algengast er í ritningunum táknar orðið fullvissu um og traust á Jesú Kristi sem fær menn til að hlýða honum. Átrúnaðurinn verður að snúast um Jesú Krist, til þess að hann leiði menn til sáluhjálpar. Síðari daga heilagir trúa einnig á Guð föður, heilagan anda, mátt prestdæmisins, og aðra mikilvæga þætti hins endurreista fagnaðarerindis.

Átrúnaður felur í sér von um það sem ekki er auðið að sjá, en er sannleikur (Hebr 11:1; Al 32:21; Et 12:6). Trú kviknar við að heyra fagnaðarerindið boðað af leiðtogum sem valdsumboð hafa og sendir eru af Guði (Róm 10:14–17). Kraftaverk kveikja ekki trú, en sterk trú framkallast af hlýðni við fagnaðarerindi Jesú Krists. Með öðrum orðum, trú fæst fyrir réttlætisverk (Al 32:40–43; Eter 12:4, 6, 12; K&S 63:9–12).

Sönn trú færir kraftaverk, sýnir, drauma, lækningar og allar gjafir Guðs sem hann veitir sínum heilögu. Með trú fá menn fyrirgefningu synda og geta að lokum dvalið í návist Guðs. Skortur á trú leiðir til örvæntingar, sem stafar af misgjörðum (Moró 10:22).