Námshjálp
Hósea


Hósea

Spámaður í Gamla testamenti sem starfaði í nyrðra konungdæmi Ísraels á síðari hluta stjórnartíðar Jeróbóams Ⅱ. Hann var uppi á tíma hrörnunar og glötunar í þjóðlífi Ísraels, sem orsakaðist af syndsamlegu líferni þjóðarinnar.

Bók Hósea

Grunnhugsun bókarinnar er kærleikur Guðs til þjóðar hans. Allar hirtingar hans eru kærleiksríkar og endurreisn Ísraels verður fyrir kærleik hans (Hós 2:19; 14:4). Andstætt þessu sýnir Hósea fram á ótrúmennsku og svik Ísraels. Samt sem áður getur Guð horft fram til frelsunar Ísraels að lokum (Hós 11:12–14:9).