Yfirlýsing eða annað sönnunargagn um að eitthvað sé satt; vitnisburður. Vitni getur einnig verið einhver sem gefur slíka yfirlýsingu eða leggur fram sönnun byggða á persónulegri þekkingu; það er, einhver sem flytur vitnisburð.
Fagnaðarerindið verður prédikað um alla heimsbyggðina öllum þjóðum til vitnisburðar, Matt 24:14 (JS — M 1:31 ).
Þér munuð verða vottar mínir, Post 1:8 .
Sjálfur andinn vitnar með vorum anda, Róm 8:16 (1 Jóh 5:6 ).
Þið eruð fús að standa sem vitni Guðs, alltaf, Mósía 18:8–9 .
Við tökum sakramentið og berum vitni fyrir föðurnum að við munum halda boðorðin og ávallt hafa Jesú í huga, 3 Ne 18:10–11 (Moró 4–5 ; K&S 20:77–79 ).
Þér fáið engan vitnisburð fyrr en eftir að reynt hefur á trú yðar, Et 12:6 .
Lögmál vitnisburðar: Af munni tveggja eða þriggja vitna skal hvert orð staðfest, K&S 6:28 (5 Mós 17:6 ; Matt 18:16 ; 2 Kor 13:1 ; Et 5:4 ; K&S 128:3 ).
Ég hef vígt yður til þess að vera postula og sérstök vitni nafni mínu, K&S 27:12 (K&S 107:23 ).
Hinir sjötíu eru kallaðir til að vera Þjóðunum sérstök vitni um allan heim, K&S 107:25 .
Ritari skal vera viðstaddur og hann skal vera sjónarvottur að skírnum yðar, K&S 127:6 (K&S 128:2–4 ).