Námshjálp
Fílemonsbréfið


Fílemonsbréfið

Bók í Nýja testamenti rituð upp úr bréfi Páls. Bréf Páls til Fílemons er einkabréf varðandi Onesímus, þræl, sem rænt hafði eiganda sinn, Fílemon, og flúið til Rómar. Páll sendi hann til baka til eigandans í Kólossu í fylgd með Týkíkusi sem færði Kólossumönnum bréf Páls til þeirra. Páll bað um að Onesímus fengi fyrirgefningu og við honum yrði tekið sem kristnum trúbróður. Páll ritaði bréfið þegar hann var í fangelsi í Róm hið fyrra sinn.