Námshjálp
Rúben


Rúben

Í Gamla testamenti, elsti sonur Jakobs og Leu (1 Mós 29:32; 37:21–22, 29; 42:22, 37). Þótt Rúben væri frumburður, glataði hann frumburðarréttinum vegna syndar (1 Mós 35:22; 49:3–4).

Ættkvísl Rúbens

Blessun Jakobs til Rúbens er að finna í 1 Mós 49:3 og í 5 Mós 33:6. Smátt og smátt fækkaði í kynkvíslinni og þótt ættkvíslin væri við lýði missti hún stjórnarfarslegt mikilvægi. Frumburðarréttur Rúbens hvarf til Jósefs og sona hans vegna þess að Jósef var frumburður síðari konu Jakobs, Rakelar (1 Kro 5:1–2).