Námshjálp
Íssakar


Íssakar

Sonur Jakobs og Leu í Gamla testamenti (1 Mós 30:17–18; 35:23; 46:13). Afkomendur hans urðu ein af tólf ættkvíslum Ísraels.

Ættkvísl Íssakars

Blessun Jakobs til Íssakars er að finna í 1. Mósebók 49:14–15. Eftir að hafa sest að í Kanaanlandi fékk ættkvíslin hluta af frjósamasta landssvæði Palestínu, þar á meðal Esdraelon sléttuna. Innan landamerkja Íssakars voru nokkrir mikilvægir staðir sem greinir frá í sögu Gyðinga, til dæmis, Karmel, Megiddó, Dótan, Gilbóa, Jesreel, Tabor, og Nasaret (Jós 19:17–23).