Námshjálp
Postuli


Postuli

Í grísku merkir postuli „sá sem er sendur fram.“ Það var heitið sem Jesús notaði yfir hina tólf sem hann valdi og vígði til að vera nákomnir lærisveinar og aðstoðarmenn við helga þjónustu sína hér á jörðu (Lúk 6:13; Jóh 15:16). Hann sendi þá út sem fulltrúa sína og til að veita helga þjónustu eftir himnaför sína. Bæði til forna og í tólfpostulasveit hinnar endurreistu kirkju nú á dögum eru postular sérstök vitni Krists fyrir allan heiminn og bera vitni um guðlegt eðli hans og upprisu frá dauðum (Post 1:22; K&S 107:23).

Val postulanna

Postular eru valdir af Drottni (Jóh 6:70; 15:16).