Andleg hugarfarsbreyting sem færir ferskt viðhorf gagnvart Guði, manni sjálfum og lífinu almennt. Iðrun felur í sér að hverfa frá illu og snúa huga og hjarta að Guði, beygja sig undir boðorð Guðs og óskir og hafna syndinni. Sönn iðrun kemur vegna ástar á Guði og einlægrar þrár til að fylgja boðorðum hans. Allar ábyrgar manneskjur hafa syndgað og verða að iðrast til þess að þroskast í átt til frelsunar. Aðeins með friðþægingu Jesú Krists getur iðrun okkar borið árangur og verið meðtekin af Guði.
Gjörið játningu frammi fyrir Drottni, Esra 10:11 .
Takið illskubreytni yðar í burtu frá augum mínum. Látið af að gjöra illt, Jes 1:16 .
Snúið yður og látið af öllum syndum yðar, Esek 18:30–31 .
Gjörið iðrun, himnaríki er í nánd, Matt 3:2 .
Fögnuður verður á himni yfir einum syndara sem iðrast, Lúk 15:7 .
Guð boðar mönnunum, að þeir skuli allir hvarvetna taka sinnaskiptum, Post 17:30 (2 Ne 9:23 ; 3 Ne 11:31–40 ; K&S 133:16 ).
Sú hryggð, sem er Guði að skapi, vekur afturhvarf til hjálpræðis, 2 Kor 7:10 .
Andi Drottins almáttugs hefur valdið svo mikilli breytingu í hjörtum okkar, að við hneigjumst ekki lengur til illra verka, Mósía 5:2 .
Játi hann syndir sínar og iðrist skal honum fyrirgefið, Mósía 26:29 .
Eftir prédikun Alma tóku margir að iðrast, Al 14:1 .
Skjótið ekki iðrun yðar á frest, Al 34:33 .
Alma sagði Helaman frá iðrun sinni og trúskiptum, Al 36 (Mósía 27:8–32 ).
Iðrun gat ekki fallið í hlut mannanna nema til væri refsing, Al 42:16 .
Lát syndir þínar angra þig með því hugarangri, sem leiðir þig til iðrunar, Al 42:29 .
Þér skuluð bjóða mér sem fórn sundurkramið hjarta og sáriðrandi anda, 3 Ne 9:20 .
Ég mun taka við hverjum þeim sem iðrast og kemur til mín sem lítið barn, 3 Ne 9:22 .
Iðrist, öll endimörk jarðar, 3 Ne 27:20 .
Þeim var fyrirgefið jafn oft og þeir iðruðust, Moró 6:8 .
Boðið þessari kynslóð aðeins iðrun, K&S 6:9 (K&S 11:9 ).
Og hversu mikil er gleði hans yfir þeirri sál sem iðrast, K&S 18:13 .
Vissulega verður hver maður að iðrast eða þjást, K&S 19:4 .
Þeim, sem syndgar og iðrast ekki, skal vísað burt, K&S 42:28 .
Þeim sem iðrast synda sinna og lætur af þeim er fyrirgefið, K&S 58:42–43 .
Hinir dánu, sem iðrast, munu endurleystir, K&S 138:58 .