Námshjálp
Messías


Messías

Form aramísks og hebresks orðs sem táknar „hinn smurði.“ Í Nýja testamenti er Jesús nefndur Kristur, sem er grískt orð er svarar til Messías. Það táknar hinn smurði spámaður, prestur, konungur og bjargvættur, en Gyðingar biðu með ákafa komu hans.

Margir Gyðingar væntu einungis bjargvættar undan valdi Rómverja og til aukinnar þjóðarvelmegunar; af því leiddi, að þegar Messías kom, afneituðu leiðtogar og margir aðrir honum. Aðeins auðmjúkir og trúfastir gátu séð í Jesú frá Nasaret hinn sanna Krist (Jes 53; Matt 16:16; Jóh 4:25–26).