Námshjálp
Tjaldbúð


Tjaldbúð

Hús Drottins, miðpunktur tilbeiðslu Ísraels í brottförinni frá Egyptalandi. Tjaldbúðin var í rauninni ferðamusteri og hana mátti taka sundur og setja upp á ný. Ísraelsbörn notuðu tjaldbúðina uns musteri Salómons var byggt (K&S 124:38).

Drottinn opinberaði Móse fyrirmynd að tjaldbúðinni (2 Mós 26–27) og Ísraelsbörn gjörðu hana eftir þeirri fyrirmynd (2 Mós 35–40). Þegar tjaldbúðin var fullgerð, þakti ský tjaldið og dýrð Drottins fyllti tjaldbúðina (2 Mós 40:33–34). Skýið var merki um nærveru Drottins. Á nóttunni var það sem eldur. Þegar skýið hélt sig yfir tjaldinu, áðu Ísraelsbörn. Þegar það færði sig, fylgdu þeir því eftir (2 Mós 40:36–38; 4 Mós 9:17–18). Ísraelsbörn báru tjaldbúðina með sér á reiki sínu um eyðimörkina og í landvinningum sínum í Kanaanlandi. Eftir þá sigra var tjaldbúðin sett niður í Síló, staðnum sem Drottinn hafði valið (Jós 18:1). Eftir að Ísraelsbörn höfðu byggt musteri Salómons hverfur tjaldbúðin gjörsamlega úr sögunni.

Drottinn og Jesaja nota tjaldbúðina sem tákn fyrir borgir Síonar og Jerúsalem við síðari komu Drottins (Jes 33:20; HDP Móse 7:62).