Námshjálp
Táknræn merking


Táknræn merking

Að nota eitthvað í líking eða mynd annars. Í ritningunum er táknræn merking sýnd með því að nota velþekktan hlut, atburð eða kringumstæður til þess að tákna reglu eða kenningu fagnaðarerindisins. Til dæmis notar spámaðurinn Alma í Mormónsbók sáðkorn til þess að tákna orð Guðs (Alma 32).

Hvarvetna í ritningunum nota spámenn líkingar til þess að kenna um Jesú Krist. Sumar þessara líkinga fela í sér helgisiði og helgiathafnir (HDP Móse 6:63), fórnir (Hebr 9:11–15; HDP Móse 5:7–8), sakramentið (ÞJS, Mark 14:20–24 [Viðauki]; Lúk 22:13–20) og skírn (Róm 6:1–6; K&S 128:12–13). Mörg Biblíunöfn eru táknræn. Helgisiðir tjaldbúðarinnar í Gamla testamenti og lögmál Móse táknuðu eilífan sannleik (Hebr 8–10; Mósía 13:29–32; Al 25:15; He 8:14–15). Varðandi önnur dæmi, sjá Matteus 5:13–16; Jóh 3:14–15; Jakob 4:5; Al 37:38–45.