Námshjálp
Játa, játning


Játa, játning

Ritningarnar tala um játningu í að minnsta kosti tvennum skilningi. Í öðrum skilningnum er að játa notað um að lýsa yfir trú sinni á einhverju, eins og að játa að Jesús er Kristur (Matt 10:32; Róm 10:9; 1 Jóh 4:1–3; K&S 88:104).

Hin merking þess að játa, er að viðurkenna sekt sína, eins og í syndajátningu. Öllum ber skylda til að játa allar syndir sínar fyrir Drottni og fá fyrirgefningu hans (K&S 58:42–43). Þegar nauðsyn krefur ætti að játa syndir fyrir þeim sem syndgað er gegn. Alvarlegar syndir á að játa fyrir kirkjuleiðtoga (í flestum tilvikum biskupi).