Námshjálp
Kornelíus


Kornelíus

Hundraðshöfðingi í Sesareu, sem Pétur skírði (Post 10). Hann var líklega fyrstur manna af Þjóðunum til að ganga í kirkjuna án þess að hafa fyrst snúist til gyðingatrúar. Skírn Kornelíusar og fjölskyldu hans braut ísinn fyrir boðun fagnaðarerindisins meðal Þjóðanna. Pétur, fremstur meðal postulanna, sem á þeim tíma hafði lyklana að ríki Guðs á jörðu, stjórnaði þeirri boðun.