Námshjálp
Manasse


Manasse

Í Gamla testamenti, elsti sonur Asenat og Jósefs, sem seldur var til Egyptalands (1 Mós 41:50–51). Hann og bróðir hans Efraím voru sonarsynir Jakobs (Ísraels) en voru ættleiddir og blessaðir af honum eins og þeir væru hans eigin synir (1 Mós 48:1–20).

Ættkvísl Manasse

Afkomendur Manasse voru taldir meðal ættkvísla Ísraels (4 Mós 1:34–35; Jós 13:29–31). Blessanir Móse yfir ættkvíslir Ísraels, sem einnig voru veittar Efraím og Manasse, eru skráðar í Fimmtu Mósebók 33:13–17. Landið sem þeim var ætlað var að hluta til vestan Jórdan og við hlið Efraíms. Einnig áttu þeir hjálendur austan Jórdan í frjósömu hjarðlendi Basan og Gíleað. Á síðustu dögum mun ættkvísl Manasse aðstoða ættkvísl Efraíms við að safna saman hinum tvístraða Ísrael (5 Mós 33:13–17). Spámaðurinn Lehí í Mormónsbók var afkomandi Manasse (Al 10:3).

Prenta