Námshjálp
Ráðstöfunartími


Ráðstöfunartími

Ráðstöfunartími fagnaðarerindis er tímabil þegar Drottinn hefur a. m. k. einn þjón á jörðu, sem hefur lykla hins helga prestdæmis.

Adam, Enok, Nói, Abraham, Móse, Jesús Kristur, Joseph Smith og aðrir hafa hver um sig hafið nýjan ráðstöfunartíma fagnaðarerindisins. Þegar Drottinn skipuleggur ráðstöfunartíma, er fagnaðarerindið opinberað á ný svo að fólk þess ráðstöfunartíma þurfi ekki að treysta á eldri ráðstöfunartíma varðandi þekkingu á sáluhjálparáætluninni. Ráðstöfunartíminn sem hófst með Joseph Smith nefnist „ráðstöfunartími í fyllingu tímanna.“