Námshjálp
Sáttmálsörkin


Sáttmálsörkin

Einnig nefnd örk Jehóva og örk vitnisburðarins; sáttmálsörkin var ílöng kista, eða kassi, gjörð af viði og lögð gulli. Hún var elsta og helgasta trúartákn Ísraelsmanna. Hásæti náðarinnar, sem myndaði lok arkarinnar, var talið dvalarstaður Jehóva á jörðu (2 Mós 25:22). Þegar musterið var tilbúið var örkin færð inn í hið allra helgasta, þann hluta byggingarinnar sem mest helgi hvíldi á (1 Kon 8:1–8).