Námshjálp
Sakramenti


Sakramenti

Fyrir Síðari daga heilaga, táknar sakramenti helgiathöfnina að meðtaka brauð og vatn í minningu friðþægingarfórnar Krists. Brotna brauðið táknar brotið hold hans; vatnið er tákn um blóðið sem hann úthellti til þess að friðþægja fyrir syndir okkar (1 Kor 11:23–25; K&S 27:2). Þegar verðugir meðlimir kirkjunnar taka sakramentið, heita þeir að taka á sig nafn Krists, hafa hann ætíð í huga og halda boðorð hans. Með þessari helgiathöfn endurnýja meðlimir kirkjunnar skírnarsáttmála sinn.

Við síðustu kvöldmáltíðina útskýrði Jesús helgiathöfn sakramentisins þegar hann mataðist með postulunum tólf (Matt 26:17–28; Lúk 22:1–20).