Námshjálp
Aronsprestdæmið


Aronsprestdæmið

Lægra prestdæmið (Hebr 7:11–12; K&S 107:13–14). Embætti þess eru biskup, prestur, kennari og djákni (K&S 84:30; 107:10, 14–15, 87–88). Til forna, undir Móselögmálinu, voru æðstu prestar, prestar og Levítar. Ísraelsmenn til forna gjörðu uppreisn gegn Guði og því var Móse og hið helga prestdæmi tekið frá þeim en hið lægra prestdæmi hélst. Þeir höfðu hafnað helgun og prestdæmi Melkísedeks og helgisiðum þess. (Sjá K&S 84:23–26.) Aronsprestdæmið fæst við stundlegar og ytri athafnir lögmálsins og fagnaðarerindisins (1 Kro 23:27–32; K&S 84:26–27; 107:20). Það hefur lykla að englaþjónustu og fagnaðarerindi iðrunar (K&S 13). Aronsprestdæmið var endurreist á jörðu á þessum ráðstöfunartíma 15. maí 1829. Jóhannes skírari veitti það Joseph Smith og Oliver Cowdery í grennd við Harmony í Pennsylvaníu (K&S 13; JS — S 1:68–73).